Ég langömmu á

Ég langömmu á
(Lag / texti: Ásgeir Jónsson / Guðjón Bjarnason)

Ég langömmu á sem að létt er í lund,
hún leikur á gítar hverja einustu stund.
Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag.

Dag einn er kviknað í húsinu var
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
og eldurinn bálað’ um glugga og göng,
sat sú gaml’ upp á þaki og spilaði’ og söng.

Með súðinni var hún, er sigldi’ hún í strand,
með síðasta skipsbátnum komst hún í land.
Í svellandi brimi var sjóleiðin löng,
sat amma í skutnum og spilað’ og söng.

Einn dag er hún gat ekki húsnæði greitt,
hún varð því að flytja, það fannst mörgum leitt.
Hún fékk sér þá bíl, því að leiðin var löng
og látlaust hún spilaði á gítar og söng.

Og þegar hún keyrði um Kamba eitt sinn,
úr Kömbunum valt ofan í urð bifreiðin.
Þar enduðu bílstjórans ævinnar göng
en amma slappa lifandi’ og spilaði’ og söng.

En nú er hún amma liðin á braut,
liðin í burtu frá sorgum og þraut.
Ég gekk eitt sinn þangað sem greftruð hún var,
frá gröfinni heyrði ég að ómaði lag.

[m.a. á plötunni Kristín Lilliendahl og Árni Blandon – Söngfuglarnir syngja 20 barnalög]