Hátíð í Strumpabæ

Hátíð í Strumpabæ
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

viðlag
Jólin, jólin í Strumpabæ,
jólin, jólin með hækkandi sól.
Jólin, jólin ég gjafirnar fæ,
nú bjóðum við gleðileg jól.

Vetrarkvöld dimm og köld,
frostið er við völd.
Með bros á vör, af kæti ör,
hlæja létt og dátt.
Við stjörnuskin sér leika börn
á ísilagðri tjörn.
Af stjörnu á himni hátt
berst geisladýrð.

viðlag

Englahjörð stendur vörð,
syngur þakkargjörð
er dúnmjúk mjöll, um víðan völl
hylur móður jörð.
Jólanótt, allt er hljótt,
strumpar sofa rótt.
Álfar og huldufólk
Fara’á kreik í nótt.

[m.a. á plötunni Strumparnir – Strumparnir bjóða gleðileg jól]