Höfðinginn

Höfðinginn
(Lag / texti: Björgvin Halldórsson / Jónas Friðrik Guðnason)

Ljúf er hún víst leiðin með fljótinu
með flúðasöng og fuglaklið,
sem fyllir upp í prógrammið.
Straumröstin hvít stiklar á grjótinu,
hérna dýfu fyrsta fær
flugan sem var hnýtt í gær.

viðlag
Áin kveður mér ljúfa sönginn sinn,
svífur von um huga þinn.
Ætli bíði ekki’ einn höfðinginn
út við flúðina.

Skoðum nú hvað er skrýtnast í boxinu.
Þeim sem bíta ekkert á,
eitthvað þaðan bjóða má.
Vakir þar einn upp undir brotinu?
Þó löng sé bið og lítið veitt
leiðist manni aldrei neitt.

viðlag

[á plötunni Björgvin Halldórsson – Eftirlýstur]