Hringdans

Hringdans
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

viðlag
Bergja nú má bikarnum á.
Bjartir loga kyndlar. Dönsum dátt.
Meyjar og menn
muni það enn.
Kátt kveða skal og hátt.

Bjartir logarnir leiftra og glansa.
Loftið er mettað af snarki og reyk.
Öll í hringinn sem ætlið að dansa
Enginn mun þora að skerast úr leik..
Sýnum dug og þor.
Dönsum fáein spor.

Ellin ráðsett í Biflíu blaðar,
búin að gleyma hve æskan er heit.
Dönsum áfram, því ekki það skaðar
ömmuna gömlu sem hún ekki veit.
Stígum djarft á jörðu.
Duna látum svörð.

viðlag

Úti í myrkrinu ef til vill bíða,
einhverjir fleiri sem langar í dans.
Komið allir og ei þarf að kvíða,
aldrei á gleðinni verða mun stans.
Stígum dansinn enn.
Dagur kemur senn.

viðlag

Meðan blóðrauðar glæðurnar glansa,
glamparnir lýsa upp himin og svörð.
Alla nóttina enn skulum dansa.
Enginn veit hvenær við sökkvum í jörð.
Dönsum áfram hér.
Daginn enginn sér.

viðlag

[á plötunni Ríó tríó – Ungir menn á uppleið]