Ímyndunin ein

Ímyndunin ein
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Ég heyri fótatak,
það færist nær og nær
í mínu tómarúmi.
Tungl í næturhúmi.
Ég heyri andartak,
en það er enginn hér.
Þó ertu komin til mín
eins og ljós í myrkri,
ég læt aftur augun,
ekkert er sem sýnist.

viðlag
Aðeins þú
og agnarlítil óteljandi „nú“.
Allt útilokað, athafnir og orð.
Mín fleyga ímyndun fær bjargað mér,
jafn ótrúleg og fullkomin
er engin nema
ímyndunin ein.

Það er of margt að sjá
og þú ert opin bók.
Það sem í þig er skrifað
allt ég fæ upplifað.
Þú gefur hlutum líf
og hreyfir fjöll úr stað.
Ég reyni’að halda í þig,
ganga sífellt lengra,
gera óljós skilin
milli drauma og veru.

viðlag

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sól um nótt]