Ísland farsælda frón
(Lag / texti: íslenskt þjóðlag / Jónas Hallgrímsson)
Ísland, farsælda frón
og hagsælda hrímhvíta móðir,
hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin best.
Allt er í heiminum hverfult
og stund þíns fegursta frama,
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
[m.a. á plötunni Þórarinn Stefánsson – Ísland: meditations & arrangements Icelandic folksongs]