Jólasveinar ganga um gólf
(Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)
Jólasveinar ganga um gólf
með gylltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
Upp á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.
Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi .
Móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
Upp á hól stend ég og kanna
níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna.
[á ýmsum jólaplötum (hér eru tvö algeng afbrigði af þessum texta)]














































