Kvennaskólapía

Kvennaskólapía
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Hann öllum stundum var á veiðum og vildi í konur ná.
Og skeytti meira um magn en gæði sem margur flaskar á.
En loks það enti,
með einni lenti
sem alltof kröftug var
svo allt sem áður hafði prufað var alveg gagnslaust þar.

viðlag
Hann komst yfir kvennaskólapíu
úr kvennagrautarskóla uppi í sveit
og komst að að kvennaskólapía
um kvennalistir alla hluti veit.
Þar líður víst oft á milli fría
og löng og stundum erfið verður bið.
Hann komst að að kvennaskólapía
er kannski meira en sumir ráða við.

Hún sagði ekki neitt
en samt var það leitt
að sjá að hún taldi hann gagnslausan
yfirleitt.
Ef hann sér aftur nær í nýja
sem naumast eins og stendur getur skeð,
þá verður það einhver önnur pía
sem aldrei hefur kvennaskóla séð.

Hann átti að baki frægan feril og flestum kunnur var
en orðstír hans og göfug íþrótt að engu gert var þar.
En sumir ljúga
og sögur fljúga
og svo fór einnig hér
en þeir sem áður öfund þjáði nú öskra þetta hér.

viðlag

[m.a. á plötunni Ríó tríó – …það skánar varla úr þessu]