Líddu mér

Líddu mér
(Lag / texti: Sálin hans Jóns míns / Birgir Baldursson)

Ég er hættur að halda með Val
og hangi niðrá Billa eða niðrí bæ.
Sýp á veigum sem Veigar stal
og vona að einhver gella komi og segi hæ.
Ljósi lokkur eða langi leggur,
sér á parti þessi svarti hlýri.
Sjáðu Satan, ég er sóðaseggur,
ég vill ríða þessu fríða dýri.

viðlag
Mæt hið miðra,
milda auga – djöfuls fæða.
Alveg ertu
unaðs læða læða læða læða.
Líddu mér,
að ég hendur þínar kanni.
Komdu með mér gleiða glyðra.
Gerðu mann úr mér.

Ég er hættur að hlusta á Guð
en hangi niðrá rúnti eða niðrí bæ.
Fæ mér kók eða kemst í stuð.
Klæðilegur frunti á þessum úfna sæ,
Svarta Sindý eða Sigga sæta,
farðahjúpur eða djúpur hugur.
Miklu merkilegri er miðjan mæta.
Ég vil fæða þessar gæðaflugur.

viðlag

Ég er hættur að hirða um líf
mitt og heilsu enda hlaupinn í mig andskotinn.
Soga vindlinga en vantar víf
og meira wiský þó að staupin(n) syngi þjóðsönginn.
Vodki, vodki eða væna víma,
klíp í bossa eða kossa sníki.
Hef ei hugsað mér hér að híma,
ég vil hoppa, er með kroppasýki.

Líddu mér að ég skanni…

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Þessi þungu högg]