Með vottorð í leikfimi
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)
Vorið kom með væntingar
en sumarið með svör.
Um haustið sáust kettlingar
með lóuglott á vör.
Ég var þarna staddur
og stóð mig ekki í náminu.
Bærinn minn var blankur
og blíðan stundum köld.
Flestir voru fátækir
en sumir höfðu völd.
Eyjólfur rak mig
bara‘ út af búsinu‘ og kláminu.
viðlag
Með vottorð í leikfimi skoða ég bæinn minn.
Með vottorð í leikfimi skoða ég bæinn minn.
Yngsti sonur bæjarkóngsins
vildi verða lögga,
er yrði hann stór.
Hann gerðist síðan kynhverfur
og eitthvað út í eyðnilöndin fór.
Drottningin hefur djúsað upp frá því,
valíum bryður og Irish þambar endalaust.
viðlag
Eitthvað var ég utanveltu
allt það ljúfa ár.
Sumar kenndir skapa okkur
skilningsvana tár.
Í slorinu stend ég,
sloppinn úr grautfúlu náminu.
Þú varst þarna líka,
þrjóskufull og blíð.
Enda varð ég ástfanginn
og finn í seinni tíð
að lífsspekin liggur
í saltinu, rokinu og kláminu.
Ég er með unglingabólu á nefinu
og ég næ henni ekki af.
Með vottorð í leikfimi skoða ég bæinn minn.
Ég er með unglingabólu á nefinu
og ég næ henni ekki af
Með vottorð í leikfimi skoða ég bæinn minn.
[m.a. á plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Með vottorð í leikfimi]














































