Ó, Jósep, Jósep

Ó, Jósep, Jósep
(Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson)

Ó, Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða
og bráðum hvarma mína fylla tár,
því fyrr en varir æskuárin líða
og ellin kemur með sín gráu hár.
Ég spyr þig, Jósep, hvar er karlmannslundin
og kjarkur sá er prýðir hraustan mann?
Hvenær má ég klerkinn panta, kjarkinn má ei vanta,
Jósep, Jósep nefndu daginn þann?

[m.a. á plötunni KK og Magnús Eiríksson – 22 ferðalög]