Óralangt í burtu

Óralangt í burtu
(Lag / texti Magnús Eiríksson)

Flest sem þú ert það erfðist öðrum frá,
forlög þín, það muntu sjá.
Og öll þau svör sem við fengum öðrum frá,
svör sem þú notar hér og nú.

Áfram látlaust tíminn frá þér æðir
yfir fjöll og eyðisand,
þar til líf að lokum frá þér flæðir
eins og alda hafs við land.

Vorum við fædd til að elskast hér og nú?
Örlögin oft leika sér.
Í mínu lífi hin stóra ást er sú
sem lifir og hrærist enn í mér.

Áfram látlaust tíminn frá þér æðir
yfir holt og hæðir fer.
Það sem lifir getur ekki dáið
óralangt í burt frá þér.

[m.a. á plötunni Mannakorn – Mannakorn 6; Samferða]