Reykjavíkurblús

Reykjavíkurblús
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Bílarnir æða um göturnar, alls staðar ös.
Í miðbænum mannlífið iðar og þéttist í kös.
Breiðrassa lögregluþjónarnir þeytandi flautur,
hver hugsar um sig.
Ég sit hér á torginu miðju og hugsa um þig.

Í draum mínum dvelurðu hvar sem ég þvælist og fer,
ég get ekki losað minn huga við myndina af þér.
Þú, sem varst úr öðrum heimi
og hafðir víst aldrei hitt mann eins og mig.
Ég stend upp við Bæjarins bestu og hugsa um þig.

Birtast og skýrast í huga mér
alls konar myndir og minningarbrot,
sem að best væru grafin og gleymd,
grafin og gleymd.

Endur á tjörninni, franskbrauð sem flýtur í graut,
eldgömul rómantík horfin á eilífðarbraut.
Geng vestur bæinn en guggnandi sólin
með kvöldgeislum gantast við mig.
Sit upp’á steini út á Granda
og hugsa um þig.

[m.a. á plötunni Magnús Eiríksson – Smámyndir]