Sestu hérna hjá mér
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)
Sestu hérna hjá mér ástin mín
og horfðu á sólarlagsins roðaglóð.
Særinn ljómar líkt og gullið vín,
léttar bárur kveða þýðan óð.
Við öldunið og aftanfrið
er yndislegt að hvíla þér við hlið.
Hve dýrlegt er í örmum þér
að una og gleyma sér.
[m.a. á plötunni KK og Magnús Eiríksson – 22 ferðalög]














































