Taugahaugur

Taugahaugur
(Lag / texti Kristján Kristjánsson (KK))

Hjartað hoppar spennt,
það skeður trekk í trekk,
nærvera þín leggur mig á pyntingarbekk.

Karakter í brotum, stundi í niðurlotum,
hann hefur fengið yfirdós af ástarskotum.

Hér ég sit í brjálæði og eymd
og hugsa um þig þú veist,
ég veit að þú veist.
Ég er í eyði og lífsmarkið dvín,
ég get ekki lifað án þín „taugahaugur”.

Sorgbitinn og tregur, átakanlegur,
svona getur maður verið yfirgengilegur.

Það er sami gamli vaninn,
leyndarlimur þaninn
ef ég fær ekki losun, ég verð galinn.

Minningin er oddhvöss og skæð
eins og sársauki sprautað í æð,
ég er í sárum og hjartað það blæðir,
ég get ekki lifað án þín! „Taugahaugur”.

Hér ég sit í volæði og eymd
og hugsa um þig þú veist,
ég veit að þú veist.
Ég er í eyði og hjartað það blæðir,
ég get ekki lifað án þín! „Taugahaugur”.

Sami gamli vaninn,
leyndarlimur þaninn
ef ég fæ ekki losun, ég verð galinn.

Sorgbitinn og tregur, átakanlegur,
svona getur maður verið yfirgengilegur.

Minningin er oddhvöss og skæð
eins og sársauki sprautuð í æð.
Ég er í eyði, skil ekki neitt,
ég get ekki lifað án þín! „Taugahaugur”.

[á plötunni KK band – Bein leið]