Það brennur

Það brennur
(Lag / texti: Egill Ólafsson)
 
Þú, þegar augun opnast.
Þú, þegar hlátur berst um opnar dyr
einn nýjan dag og vekur mig.

Þú, þegar augun skynja.
Þú, þegar horfi ég um opnar dyr,
einn nýjan dag og sé þig þar.

Og blátt er blárra en blátt
og hátt er hærra en hátt.
Hæst ber jökulinn og fjær er haf og strönd.
Hátt ber jökulinn með ókunn víðfeðm lönd.

Og húsið brennur, þó er sungið enn.
Þar eru konur, ungar konur, menn.
Það brennur húsið, þó er sungið enn.

Ó þú, ó þú, þú drauma minna þú.
Ó þú, ó þú, þú drauma minna þú.

[m.a. á plötunni Egill Ólafsson – Tifa tifa]