Tondeleyó

Tondeleyó
(Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson)

Á suðrænum sólskinsdegi
ég sá þig, ó ástin mín, fyrst.
Þú settist hjá mér í sandinn,
þá var sungið, faðmað og kysst.
Þá var drukkið, dansað og kysst,
Tondeleyó, Tondeleyó.

Hve áhyggjulaus og alsæll
í örmum þínum ég lá
og oft hef ég elskað síðan
en aldrei jafn heitt og þá.
Aldrei jafn heitt og þá,
Tondeleyó, Tondeleyó.
Ævilangt hefði ég helst vilja sofa
við hlið þér í dálitlum svertingjakofa.
Tondeleyó,
Tondeleyó.

[m.a. á plötunni Björk & Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling gló]