Tveir kettir

Tveir kettir
(Lag / texti: erlent þjóðlag / Hildigunnur Halldórsdóttir)

Tveir kettir sátu uppi á skáp,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
og eftir mikið gón og gláp,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
þá sagði annar; „kæri minn”,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
„við skulum skoða gólfdúkinn,
kritte-vitte-vitt-bom-bom.

Og litlu síðar sagði hinn,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
„komdu aftur upp á ísskápinn“.
Kritte-vitte-vitt-bom-bom.
En í því glas eitt valt um koll,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
og gerði á gólfið mjólkurpoll,
kritte-vitte-vitt-bom-bom.

Þá sagði fyrri kötturinn,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
„æ, heyrðu kæri vinur minn“,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
„við skulum hoppa niður á gólf“,
kritte-vitte-vitt-bom-bom,
og lepja mjólk til klukkan tólf.
kritte-vitte-vitt-bom-bom

[m.a. á plötunni Edda Heiðrún Backman – Barnaborg]