Vetrarnótt

Vetrarnótt
(Lag / texti: Ágúst Atlason)

Í örmum vetrarnætur
litli bærinn sefur rótt,
unga barnið grætur
en móðir þess það huggar skjótt.
Í baksýn fjöllin há,
snæviþaktir tindar rísa.
Fögur sjón að sjá
og norðurljósin allt upp lýsa.

Fögrum skrúða landið skrýðist
slíkum vetrarnóttum á.
Flækingsgrey eitt úti hírist,
vosbúðin hann kvelur þá.
Er birta fer af degi
litli bærinn vaknar skjótt.
Hvíldar nýtur eigi
lengur þessa vetrarnótt.

(m.a. á plötunni Bítlavinafélagið – 12 íslensk bítlalög)