Vorbragur
(Lag / texti: Gildran / Þórir Kristinsson)
Vaknar allt á vorin,
vermir sólin landið,
grænu laufin borin,
brotið vetrar bandið.
Blíður syngur blærinn,
brosir gulli sólin.
Vaknar aftur bærinn,
börnin vantar í bólin.
Opinn Laugavegur,
iðar Austurstræti.
Digur andann dregur
dúfa í heiðursæti.
Fuglum iðar tjörnin,
fegra loftið sönginn.
Brauði kasta börnin,
dapur er nú enginn.
Situr bakvið sundin,
Esjan undur fríða.
Léttist aftur lundin,
dýrðar dagar líða.
[á plötunni Gildran – Huldumenn]














































