Yfir hæðina
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Rúnar Þór Pétursson og Heimir Már Pétursson)
Farið yfir hæðina háu
í hlýjum tóni horfið á braut,
ekkert að sjá flæði að finna,
fegurð á skýjanna laut.
Ég horfi á hafið,
himinninn hvíslar að mér,
ég hverf út á hafið,
heitum höndum um það fer.
Fannir skýjanna speglast í fljóti,
sólin teyguð fersk og köld,
hvíslað að mér heitum orðum,
hrynja himnanna tjöld.
[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]














































