Útvarpsperlur [safnplöturöð] (1999-)

Safnplöturöðin Útvarpsperlur var sett á laggirnar á vegum Ríkisútvarpsins en útgáfuröðin hefur að geyma upptökur úr fórum stofnunarinnar frá ýmsum tímum og með ýmsu listafólki. Oft er um að ræða upptökur sem hvergi hafa komið út annars staðar.

Útvarpsperlur hafa komið út síðan 1999 og meðal listamanna þar má nefna Guðmund Guðjónsson, Ingibjörgu Þorbergs, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og Þorstein Hannesson.

Efni á plötum