
ÞÆÖ-40
Tríóið ÞÆÖ-40 var starfrækt við Menntaskólann á Akureyri haustið 1991 að minnsta kosti.
Litlar heimildir er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar hétu Einar Hafberg (Grétar á gröfunni o.fl.), Frosti Jónsson og Ási [?]. Svo virðist sem sveitin hafi spilað einhvers konar tölvuskotna danstónlist.
Nánari upplýsingar óskast um ÞÆÖ-40.














































