Aragrúa jólalagatexta og -sálma var bætt inn í textaflóru Glatkistunnar rétt í þessu, þá eru vel á annað hundrað slíkra texta á Glatkistuvefnum en ef allir textar eru meðtaldir eru þeir ríflega sjö hundruð talsins.
Textasafnið er og verður ekki neitt sérstakt áhersluatriði á Glatkistunni en þó munu af og til bætast við textar eftir því sem aðstæður leyfa.
Sem fyrr eru allar ábendingar, leiðréttingar og viðbætur vel þegnar.














































