Afmælisbörn 4. desember 2017

Sigurður Ólafsson

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi:

Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er tuttugu og sjö ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama.

Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður (1916-93) hefði einnig átt afmæli þennan dag, hann söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur á sínum tíma og breiðskífu einnig þegar þær komu til sögunnar. Sigurður var einn þriggja bræðra sem einnig lögðu söng og tónlist fyrir sig en af þeim er fjölmargt tónlistarfólk komið.