Litlar upplýsingar er að hafa um Tónkórinn á Hellissandi en hann var starfræktur á árunum 1978-84 að minnsta kosti.
Svo virðist sem hann hafi verið stofnaður í beinu framhaldi af því að Samkór Hellissands lagði upp laupana en Helga Gunnarsdóttir hafði stjórnað honum, og stjórnaði einnig Tónkórnum.
Frekari upplýsingar óskast því um þennan kór.














































