Gítarleikarinn Kristján Eldjárn starfrækti um skamman tíma djasstríó haustið 1996, sem m.a. kom fram á RÚREK djasshátíðinni.
Auk Kristjáns voru í tríói hans, þeir Róbert Þórhallsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari. Tónlist þeirra var skilgreind sem eins konar nútíma gítardjass en þeir félagar léku inni á milli frumsamið efni.














































