Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni.
Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.














































