Í syngjandi sveiflu
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Guðrún Sighvatsdóttir)
Á laugardagskvöldum,
heitum sem köldum,
fiðringur um mig fer,
jafnt sumar sem vetur,
hver sem best hann getur
kátur fer að skemmta sér.
Á ballinu bíður
brjálaður lýður
biðjandi um stanslaust stuð,
ég hendist á staðinn,
af spenningi hlaðinn
því sveiflan er seiðmögnuð.
Ungir sem aldnir
dansþránni haldnir,
vilja taka lífinu létt
því sveiflan ei svíkur
og streitan burt víkur
er við stígum sporin nett.
Það snúast í hringi
við tóna swingi
og syngjandi sveiflulags,
fjörugir fætur
langt fram á nætur
dansa til næsta dags.
Mér finnst svo gaman að syngja,
á sviðinu líður mér vel.
Sjá fólkið á gólfinu swinga
í sveiflunni skemmtir það sér.
Mér finnst að lífið sé leikur
og líkar svo ljómandi vel
að sjá fólkið fjörugt svífa um
á gömlu rokkskónum.
[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]














































