
Bobby rocks
Sumarið 1986 starfrækti Bobby Harrison hljómsveit í Þórscafé sem gekk undir nafninu Bobby rocks, sem var augljós skírskotun til hinna norsku Bobbysocks sem þá höfðu nýlega sigrað Eurovision.
Meðlimir sveitarinnar auk Bobbys sem lék á trommur voru Birgir Hrafnsson gítarleikari, Edda Borg hljómborðsleikari og Bjarni [Sveinbjörnsson bassaleikari?].
Bobby rocks starfaði í fáeina mánuði.


