Háflóð
(Lag / texti: Bubbi Morthens)
Hvítir vaða dagar,
votlendi hjartans
og vekja þig.
Frá yfirborði hugans,
ég horfi niður í dýpið
á sjálfan mig.
Í rökkri óttans
hvíslar sálin,
ég elska þig.
Meðan ómur þess liðna
gárar vatnið
og leggur sig.
Sveimar þú á glærum vængjum –
það er kalt þarna inni.
Það er háflóð,
úr augum þínum rennur,
það er háflóð
og enni þitt brennur,
það er háflóð
það skín í mánans tennur.
Já þú, þú, þú
ein getur vakið mig,
já þú, þú, þú
ein getur vakið mig,
já þú, þú, þú
ein getur vakið mig.
Og aldargömul sorg vaknar.
[af plötunni Bubbi Morthens – Nóttin langa]














































