Götusöngur

Götusöngur
Lag og texti Hörður Torfason

Gekk ég um nótt. Inn í skuggalegt hverfi.
En þó fann ég frið þar og ró.
Tunglskinið glampaði, skærblátt á steinum
og ljós út um glugga smjó.

Einstaka tónar, af margs konar tónlist.
Samtalsbrot hér og þar.
Einstaka menn eins og ég komur ráfandi,
leiftrandi um göturnar.

Dauf götulýsingin æsti andrúmsloftið,
augnaráð skiptust á.
Staðnæmst á horni og skimað til baka:
Þarna stóð einn sem mér leist vel á.

Mjúk höfuðhreyfing hans gaf mér til kynna’
að hann fylgdi á eftir mér.
Ég gekk að bílnum. Hann settist inn í
og spurði; “Heima hjá þér?”

“Nei, guð minn almáttugur!”, sagði ég hlæjandi.
“Konan sér fyrir því.
En við getum farið rétt út fyrir bæinn
og verið aftaní.”

Hann samþykkti þetta og síðan er vaninn
að við hittumst af og til.
Ja, hvert gagn gerir ekki blessaður bíllinn.
Þetta er akkúrat það sem ég vil.

[af plötunni Hörður Torfason – Tabú]