Í túni sátum saman

Í túni sátum saman
Lag / texti: Freyr Eyjólfsson og Þorkell Heiðarsson

Í túni sátum saman,
það var sól og svaka gaman.
Hún skein svo heitt,
við vorum sem eitt.

Kinn við kinn
er þú spurðir um Finn.
Já, hvar er Finnur?
Veistu hvar hann vinnur?

Já hvers konar kona spyr sísona?
Ég sló hana.

Við gengum hönd í hönd
inn í hamingjunnar lönd.
Um þúfu við hnutum
og í laut við lutum.

Sólin var sest
er hún spurði um Gest.
Já hvar er Gestur?
Þú veist mér finnst hann bestur.

Ég kvaddi með kurt og kom mér í burt
og sló hana.

Flaskan var hálf
strax í Valaskjálf.
Við dönsuðum meira
og gerðum margt fleira.

Hún hafði ekkert að fela,
er hún spurði um Kela.
Ég verð að finna þann dela,
hann skuldar mér pela.

Ég gekk út á engi og hitti nokkra drengi.
Þeir slógu mig.

Ég dæmi enn bæði konur og menn, drengi
og hesta, lækna og presta, sjómenn og
bændur, burtu er flæmdur.
Ég er dæmdur.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]