Megi dagur hver fegurð þér færa

Megi dagur hver fegurð þér færa
Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson

Megi dagur hver fegurð þér færa,
megi forsjónin vaka yfir þér.
Sérhver von, en þú vonar, þér veitist,
veiti unað og gleði með sér.

Megi dagur hver fegurð þér færa,
sérhver mannvera reynist þér góð.
Megi velvilji þeirra og vinsemd
verða að perlum í minningasjóð.

Og dagur hver líður, það lögmálið er,
hann í vikur og mánuði og ár breytir sér,
en eitt mun ég hrópa í himininn inn,
að hver dagur þinn líði sem draumur þinn.

Megi dagur hver fegurð þér færa,
færi ást mín þér hamingjugnótt,
og hver ástarstund okkar, mín kæra,
verði eins unaðarrík og í nótt.

Megi dagur hver fegurð þér færa,
og góða nótt.

[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Með hangandi hendi]