Bítilæði

Bítilæði
(Lag og texti: Ómar Ragnarsson)

Það sprettur vel – ú-u-u-u

Í fyrra var ég bara feiminn og óásjálegur fýr
en ég breyttist og nú er ég sem nýr.
Bítlarnir komu, breyttur ég er.
Nú get ég bitið í hárið á mér.

Bítilæði – bítilfræði.
Bítillög og bítilkvæði.
Bítilbuxur – bítiltreyjur.
Það vantar ekkert nema bítilbleyjur.

Engin stelpa vildi áður líta við mér.
Ég var svo hallærislegur og sver,
en nú er lubbinn minn svo lifandi og stór.
Ég sýnist laglegur, hávaxinn og mjór.

Bítilgreiðsla – bítil leiðsla.
Bítilhælar – bítilstælar – ú-u-u-u!
Bítilnælur – bítilgælur.
En af hverju ekki bítilfuglafælur.

Og þegar Bítlarnir baula “úujejeje”
þá brestur kærastan mín í grát.
Ég beygi af og út úr tárum ekkert sé.
Á ópum hennar virðist ekkert lát.

Við hoppum á sveitaböllum á hælaháum skóm,
svo að hrynja allir köngulóarvefir og hjóm,
og oní moldinni falla mýsnar í rot.
Og Milwood flýr úr landhelginni eins og skot.

Bítilstappið – bítilklappið.
Bítildansinn – bítilsjansinn.
Bítilnætur – bítilmúttur,
og bráðum kom eflaust bítiltúttur.

Það sprettur vel – ú-u-u-u

Ó, allar stelpur hópast mig utan um,
af því ég líkist Bítlunum,
en hárið stundum bagar mig á böllunum,
þá bjóða þeir mér stundum upp í misgripum.

Dansa, fröken (kjaftshögg!)

Ég hlusta á Bítlaplötur daginn út og inn
og alltaf spangólar hundurinn minn: ú-u-u-u
Að spila þær lengur er mér loks um megn,
því að lagið hinum megin það heyrist í gegn.

Bítilæði – bítilfræði.
Bítillög og bítilkvæði.
Bítilbuxur – bítiltreyjur.
Það vantar ekkert nema bítilbleyjur.

[m.a. á plötunni Ómar Ragnarsson – Fyrstu árin]