Fyrsti kossinn

Fyrsti kossinn
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Fyrsta kossinn – ég kyssti rjóða vanga,
þennan koss ég vil muna daga langa.

Ég sá þig kæra fyrst um kvöld í maí.
Ég var að koma á rúntinn niður í bæ.
Og hve þín ásýnd öll mig heillaði,
því aldrei nokkurn tíma gleymt ég fæ.

Það var sem eldur um mig færi skjótt,
og undir niðri var mér ekki rótt.
Þú komst til mín – við kúrðum saman ein.
Ég kæra gleymi aldrei þeirri nótt.

Fyrsti kossinn – ég kyssti rjóða vanga,
þennan koss ég vil muna daga langa.

Síðan ég margan átti ástarfund.
Örlátur meyjarfaðmur létti lund.
Samt hafa forlögin svo fyrir séð,
að fyrsta kossinn man ég alla stund,
að fyrsta kossinn man ég alla stund.

[m.a. á plötunni Gunnar Þórðarson – Þitt fyrsta bros]