Er bjarkirnar kveða
(Lag / texti: erlent lag (Där björkarna susa sin milda sommarsång) / Ólafur Briem)
Er bjarkirnar kveða í laufgum skógarlund
og lindirnar hjala kringum bæinn,
þá höldum við tvö okkar hátíðarstund
og hverfum í bjartan sumardaginn.
Er bjarkirnar kveða í kyrrum sumarblæ,
með kærleik og tryggð við þangað höldum.
Þar ætlum við síðar að eignast lítinn bæ,
og ástin mun sitja þar að völdum.
[m.a. á plötunni Tónaltónar – ýmsir]














































