Litla ljúfa

Litla ljúfa
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Komdu litla ljúfa,
við skulum dansa þar til dagur skín,
við skulum drekka lífsins guðavín
aðeins eina nótt.

Litla, ljósa dúfa,
við skulum svífa himinsælu veg
á vængjum söngs og ljóða, þú og ég,
aðeins eina nótt.

Við þinna augna eld
er gott að una þetta kveld,
þitt bros er glatt og hönd þín mjúk og heit
fögnuð okkar enginn veit.

Komdu litla ljúfa,
við skulum koma út á kvöldsins fund,
við skulum eiga saman sælustund
aðeins eina nótt.

[engar plötuupplýsingar]