Í sjálfum þér
(Lag og texti: Guðmundur Haukur Jónsson)
Þó ferðist þú um allan heim
og fáir af því enskan hreim,
þú finnur ekki það,
sem leitar að:
Það er í sjálfum þér.
Og þó þú stundir skemmtistað,
og haldir oft að það sé það:;
ei leita langt,
því það er rangt:
Það er í sjálfum þér.
Reyndu að fara í þína sál,
þú finnur þar þann frið,
sem laus er við blekkingu’ og tál,
sem lífið glímir við.
Hamingjusamur sá maður er,
sem hefur fundið í sjálfum sér
yfirvegun og trú,
ef leitar þú:
Hún er í sjálfum þér.
Hamingja á vöxtum hann á,
því hann á það, sem allir þrá.
Og vinir koma með,
þeir hafa séð:
Hún leiðir af sjálfum sér.
[á plötunni Guðmundur Haukur – Guðmundur Haukur]














































