Jónsi matrós

Jónsi matrós
(Lag / texti: erlent lag (Jungman Jansson) / Magnús Ásgeirsson)

Hó og hæ! Jónsi matrós, byrinn blæs til ferðar þinnar
nú er burtu hinsta nóttin, og í dag fer Tryggvi á sæ.
Hafirðu angrast nóg með Fríðu þinni og mömmu kysst á kinnar
og svo keyrt í þig snafsinn, þá syng hó og hæ.

Hó og hæ, Jónsi matrós, ert þú hræddur um að Fríða,
að hún hnjákan litla bíði ekki og tryggðin fari á glæ?
Þó sem stjarna á morgunhimni titri hjartað víst af kvíða,
skaltu hrista af þér slenið, og syng hó og hæ.

Hó og hæ, Jónsi matrós, kannski öll þín örlög ráða
ekki ástir kvenna en hákarla í bláum perlusæ.
Kannski dauðinn  bak við kóralrif þig hrifsi í hramminn bráða,
þetta er hrotti en ærlegt skinn, og syng hó og hæ.

Kannski situr þú á rausnargarði í elli í Alabama,
meðan árin sálda rólega yfir hár og vanga snæ.
Kannski gleymist alveg Fríða þín hjá glyðru í Yokohama,
það er guðlaust en mannlegt, og syng hó og hæ.

[engar plötuupplýsingar]