Óskalagið

Óskalagið
(Lag / texti: erlent lag / Birgir Marinósson)

Ást þína fyrst er fann ég,
frá þeirri stundu þér ann ég.
Síðan þann dag,
syng ég mitt lag,
um ástir sem brenna heitar.
Síðla á sumarkvöldum,
svíf ég á vonaröldum.
Heit er mín þrá,
hlustaðu á,
minn hljómþýða óð, er hjarta þíns leitar.

Er þetta litla lag,
lékst þú um sumardag,
leiftrandi bjart leist þú til mín.
Síðan þá sælustund,
síðan þann litla fund,
brennandi af þrá bíð ég þín.

Ást þína fyrst er fann ég,
frá þeirri stund þér ann ég.
Síðan þann dag,
syng ég mitt lag,
minn hljómþýða óm er hjarta þíns leitar.

[m.a. á plötunni Erla Stefánsdóttir – [ep]]