Við eigum samleið

Við eigum samleið (Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson) Um bláan sæinn söngvar óma, því sumarið er komið, ástin mín. Og aftur stendur allt í blóma, af ungri gleði jörðin skín. Og því skal fagna’ af heitu hjarta og hylla þennan fagra, ljúfa dag, og út í himinheiðið bjarta skal hefjast okkar gleðilag.…

Sönglistin

Sönglistin (Lag / texti: Helgi Helgason / Steingrímur Thorsteinsson) Svíf þú nú sæta, söngsins englamál, angrið að bæta yfir mína sál. Tónaregn þitt, táramjúkt titri’ niður’ á  hjartað sjúkt, eins og dala, daggir svala þyrstri rós í þurrk. Indæl sem kliður ástafugls við lind, rammefld sem niður reginhafs í vind, óma, sönglist, unaðsrík, önd mín…

Svanirnir

Svanirnir (Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson) Hvert svífið þér svanir af ströndu, með söngvum í bláheiðan geim? Ég sé það af öllu þið ætlið í ósýnis fjarlægan heim. “Vér erum þíns sakleysis svanir, vor samvista tími nú dvín, vér förum með klökkvandi kvaki og komum ei framar til þín.” Með augunum ykkar…

Ástarsæla

Ástarsæla (Lag / texti: Steingrímur K. Hall / Steingrímur Thorsteinsson Ég lék við þinn gulllokkinn bjarta og leit inn í augun þín blá. Þar inni með hugföngnu hjarta minn himnanna himin ég sá. Ég kom við þinn kafrjóðan vangann, oss kossinn á vörunum brann; svo rósblíða ununar angan ég aldrei í heiminum fann. Vor hjörtu…

Ljúfi lognsær

Ljúfi lognsær (Lag / texti: erlent lag (My Bonnie went over the ocean) / Kristinn Pétursson) Ég horfi á lognsævarljómann, sem leikur við himinsins rönd og umvefur sunnlenskan sjómann á siglingu að brosandi strönd. Ljúfi lognsær, leyf mér að ganga’ út á flötinn þinn, dúnmjúkt, dúnmjúkt, í draumi um sjómanninn þinn. [óútgefið]

Þú kemur aftur

Þú kemur aftur (Lag / texti: erlent lag (I’ll pray for you) / Skafti Sigþórsson) Ég minnist þess í sérhvert sinn, er sólin skín á gluggann minn, að sumar var mér samvist þín og sífelld gleði æskan mín. Þó að fjólan fölni og fenni í gömul spor um vetrardaga dimma mig dreymir sól og vor.…

Fyrir austan mána og vestan sól (Þjóðhátíðarlag 1967)

Fyrir austan mána og vestan sól (Þjóðhátíðarlag 1967) (Lag / texti: Loftur Guðmundsson / Oddgeir Kristjánsson) Þótt örlög skilji okkar leiðir, í örmum draum hjörtun seyðir. Ástin heit sem fjötra alla brýtur aftur tendrast von sem frostið kól. Við stjörnuhafsins ystu ósa í undirveldi norðurljósa, glöð við njótum lífsins ástar yndis fyrir austan mána og…

Ég sá þig síðla dags

Ég sá þig síðla dags (Lag / texti: erlent lag (Ég sá þig snemma dags) / Auðunn Bragi Sveinsson) Ég sá þig síðla dag um sumar, snemma í júní. Við þekktumst þá ei strax, en þekkjumst betur núna. Við ólum unga þrá, þó að árin væru ei fá, því sumar svalt og bjart okkur sendi…

Þín innsta þrá

Þín innsta þrá (Lag /texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson) Mína innstu þrá fær ekkert sefað, í heimi óskadrauma þú hefur lifað. Sá er öðlast margt meir óskar sér. Ást þína, mamma, mun ég geyma í hjarta mér. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta, líf mitt hefur öðlast tilgang með þér. Þú…

Kaldir næturvindar þjóta

Kaldir næturvindar þjóta (Lag / texti: erlent lag (Massa’s in the cold ground) / Jón úr Ljárskógum) Kaldir næturvindar þjóta svo eyðandi um lönd, kaldir, svartir þrælar njóta frásagnar um dauðans strönd. Þar er svo fagurt. Ó, hjálpa’ mér, guðs míns son, ekki herpir brjóstið magurt, dauðinn er hin eina von. Sólin snemma fer á…

Og þó

Og þó (Lag og texti: erlent lag / Þorvaldur Halldórsson) Ó, komdu nú til mín, minn kæri, af kossunum þínum ég læri, já sál mín af kæti nú syngur og sælu mér veitir – og þó – og þó þú kyssir mig kannski ekki nóg. viðlag Hjartað slær – boom bang a bang – boom…

Skuldir

Skuldir (Lag / texti: Sigurður Þorgeirsson / Magnús Benediktsson) Ég elska allt sem kvenkyns er, leik mér eins og vera ber. Um áhyggjurnar enginn vita má mér hjá. Ég veislur held og lifi hátt, hræðist hvorki stórt né smátt en eftirköstin láta’ ei standa á sér hjá mér. viðlag Það eru skuldir, það eru skuldir,…

Afmæliskveðjan

Afmæliskveðjan (Lag og texti Ólafur Gaukur Þórhallsson) viðlag Þú átt afmæli í dag. Þú átt afmæli í dag. Hér er afmæliskveðja, þetta er afmælislag. Ef hefði ég þig heima núna, hjartans vinur minn, þá halda skyldum upp á daginn þinn. Og rjómatertu og rósavönd ég rauðan gæfi þér. Svo fengir þú í kaupbæti einn koss…

Þótt þú langförull legðir

Þótt þú langförull legðir (Lag / texti: Sigvaldi S. Kaldalóns / Stephan G. Stephensen) Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fór, bera hugur og hjarta samt þíns heimalandsmót, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta…

Afmælisbörn 25. mars 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og sex ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Afmælisbörn 24. mars 2020

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sextíu og átta ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2020

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona úr Hafnarfirði er þrjátíu og átta ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið áberandi í sönglagakeppnum…

Afmælisbörn 22. mars 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og sex ára í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu…

Afmælisbörn 21. mars 2020

Á þessum degi eru afmælisbörnin þrjú á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og sjö ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…

Afmælisbörn 20. mars 2020

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er áttatíu og átta ára í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima…

Gísli Helgason (1952-)

Tónlistarmaðurinn Gísli Helgason er flestum kunnur af blokkflautuleik sínum og er iðulega hóað til hans þegar hljóðrita þarf flautuleik af einhverju tagi fyrir plötuútgáfu eða þegar vantar blokkflautuleikara fyrir tónleikahald. Gísli er einnig tónskáld og liggja nokkrar útgefnar plötur eftir hann, þá hefur hann starfað í fjölmörgum hljómsveitum, verið öflugur útsetjari, upptökumaður og -stjóri og…

Gísli Helgason – Efni á plötum

Gísli og Arnþór Helgasynir – Í bróðerni Útgefandi: Mifa Útgáfunúmer: Mifa 009 Ár: 1981 1. Ástarvísa 2. Heim 3. Í minningu látins leiðtoga 4. Haustmót 5. Draumur um von, sem ef til vill rætist 6. Eftirvænting 7. Vestmannaeyjar 8. Fréttaauki 9. Vinátta (Florence) 10. Vesturvíkurtónlistarhátíðartaugaveiklunarstreitulag 11. Kvöldsigling 12. Ástarjátning Flytjendur: Ólafur Þórarinsson – söngur Gísli…

Gitte Pyskov – Efni á plötum

Gitte Pyskov – Circus Renz Gallop / Sverðdansinn [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer; Tónika K 500 Ár: 1954 1. Circus Renz Gallop 2. Sverðdansinn Flytjendur: Gitte Pyskov – sýlófónn Fritz Weisshappel – píanó Jón Sigurðsson – bassi

Gitte Pyskov (1944-2006)

Litlar upplýsingar er að finna um danska sýlófónleikarann og undrabarnið Gitte Pyskov (fædd Birgitte Pyskow) sem kom til Íslands haustið 1953 og skemmti hér við miklar vinsældir á kabarettsýningum sem Sjómannadagsráð stóð fyrir, auk annarra skemmtana við undirleik KK sextetts og Hljómsveitar Carls Billich. Gitte var fædd 1944 en eitthvað var aldur hennar á reiki…

Gísli H. Brynjólfsson – Efni á plötum

Gísli H. Brynjólfsson – Gísli H. Brynjólfsson Útgefandi: Ólafur Th. Ólafsson Útgáfunúmer: oligyda cd1 Ár: 2009 1. Vals úr Breiðfirðingabúð 2. In einer kleinen Konditorei 3. Lust‘ge leut 4. Kiss me tonight 5. Sgt. Major 6. The world is waiting for the sunrise 7. Ungdomsminnen 8. Blauer Himmel 9. Frönsk valsasyrpa 10. Nevertheless 11. Maria,…

Gísli H. Brynjólfsson (1929-2017)

Harmonikkuleikarinn Gísli H. Brynjólfsson starfaði með nokkrum hljómsveitum í Vestmannaeyjum um miðja tuttugustu öldina en sendi frá sér plötu með harmonikkutónlist úr ýmsum áttum kominn á efri ár. Gísli Hjálmar Brynjólfsson fæddist á Eskifirði 1929 en fluttist fjögurra ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og kenndi sig síðan við Eyjarnar. Hann var málarameistari að…

Gleðigjafar [2] (1996-)

Kór eldri borgara hefur starfað á Höfn í Hornafirði frá árinu 1996 að minnsta kosti undir nafninu Gleðigjafar. Litlar upplýsingar finnast um þennan kór en Guðlaug Hestnes hefur verið stjórnandi hans nánast frá stofnun af því er virðist. Kórinn hefur haft nokkra fasta tónleikapunkta í starfsemi sinni og hefur sent frá sér eitt lag á…

Gleðigjafar [4] (2004-09)

Óskað er eftir upplýsingum um Gleðigjafa, hljómsveit sem starfaði innan sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju og mun hafa verið skipuð leiðtogum skólans. Fyrir liggur að sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 2004 til 09 og að Edgar Smári Atlason söng oft með henni, en annað er óljóst um Gleðigjafana, s.s. hverjir skipuðu sveitina, hversu lengi hún starfaði…

Gleðigjafar [3] (1999-)

Gleðigjafar er sönghópur starfandi í Gullsmára, félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Gleðigjafar tóku til starfa að líkindum árið 1999 en Gullsmári opnaði haustið 1997 og því gæti saga sönghópsins teygt sig örlítið í þá áttina. Guðmundur Magnússon var lengi stjórnandi og undirleikari hópsins en líklega hefur það verið í höndum Dóru Georgsdóttur undanfarið. Óskað er…

Globus (?)

Óskað er eftir upplýsingum um raftónlistarmann eða -sveit sem gekk undir nafninu Globus, og sendi frá sér sjö laga plötu einhvern tímann eftir aldamót. Um var að ræða einhvers konar heimabruggs-framleiðslu. Efni á plötum

Gleðitríóið Ásar (1992-93)

Gleðitríóið Ásar frá Akureyri var eins konar undanfari 200.000 naglbíta og reyndar skipuð sömu meðlimum. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 í Glerárskóla á Akureyri og var þá eitthvað fjölmennari en síðar varð, þegar þrír meðlimir hennar voru eftir hlaut sveitin nafnið Gleðitríóið Ásar og voru þeir Vilhelm Anton Jónsson gítarleikari og söngvari, Kári…

Gleðigjafar [5] (2004-)

Kór eldri borgara, Gleðigjafar hefur verið starfandi í Borgarnesi síðan árið 2004. Jón Þ. Björnsson var fyrsti stjórnandi Gleðigjafanna en Zsuzanna Budai hefur þó stjórnað honum lengst. Núverandi stjórnandi kórsins mun vera Jónína Erna Arnardóttir. Meðlimir Gleðigjafa hafa yfirleitt verið um þrjátíu talsins en þeir eru allir á aldrinum sextíu ára og eldri.

Globus – Efni á plötum

Globus – Globus Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] 1. Bruxelles midi 2. Popcorn 3. Nunnurnar 4. Forsvundet melodi 5. Nunnurnar 2 6. Thor And The Sticks 7. Ísland úr NATO Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Afmælisbörn 18. mars 2020

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og átta ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…

Afmælisbörn 17. mars 2020

Fjórir tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtugur í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir, Orgill,…

Afmælisbörn 16. mars 2020

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson hinn eini sanni er hvorki meira né minna en fimmtugur í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var…

Afmælisbörn 15. mars 2020

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2020

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sextíu og níu ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum…

Afmælisbörn 13. mars 2020

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er áttatíu og eins árs gamall í dag, hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit…

Afmælisbörn 12. mars 2020

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og þriggja ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar…

Gildran (1985-2013)

Rokkhljómsveitin Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbænum / Mosfellssveitinni og var lengi órjúfanlegur hluti af  menningarlífi bæjarins. Sveitin sendi frá sér fjölda platna, náði um tíma allnokkrum vinsældum en þó aldrei nægum til að teljast meðal allra stærstu böndum landsins, þrautseigja er hugtak sem nokkrir blaðamenn notuðu um sveitina en mörgum þótti með ólíkindum hversu…

Gildran – Efni á plötum

The Trap – Good balance / Put up a front [ep] Útgefandi: Prism records [óútgefið] Útgáfunúmer: [óútgefið] Ár: [óútgefið] 1. Good balance 2. Put up a front Flytjendur: Karl Tómasson – trommur [?] Birgir Haraldsson – söngur og gítar [?] Þórhallur Árnason – bassi [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Gildran – Huldumenn Útgefandi: Groddi…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Gissur Björn Eiríksson (1956-2008)

Gissur Björn Eiríksson (fæddur í Reykjavík 1956) er einn þeirra einyrkja í tónlist sem sent hafa frá sér plötur sem kenndar eru við svokallað „hamfarapopp“. Gissur Björn hafði starfað við ýmis verkamannastörf á landi og á sjó en hann hafði átt við geðræn veikindi að stríða og var búsettur í íbúð við Hátún þegar hann…

Gildrumezz (1998-2003)

Hljómsveitin Gildrumezz starfaði í Mosfellsbænum um nokkurra ára skeið en hún sérhæfði sig í tónlist bandarísku rokksveitarinnar Creedence Clearwater Revival. Nafn sveitarinnar kom til af því að meðlimir hennar komu annars vegar úr Gildrunni og hins vegar Mezzoforte en þeir voru Karl Tómarsson trommuleikari, Birgir Haraldsson söngvari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Aðalvígi…

Gleðibandið (1992)

Hljómsveitin Gleðibandið auglýsti grimmt í smáauglýsingum DV haustið 1992 en engar aðrar heimildir er að finna um þessa sveit, þ.e. hverjir skipuðu hana auk hljóðfæraskipan o.fl. Því er hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Glasnost (1992)

Glasnost var hljómsveit líklega starfandi í Hafnarfirði og hér er giskað á að hún hafi verið í rokkaðri kantinum. Sveitin spilaði á styrktartónleikum á vegum Leikfélags Hafnarfjarðar vorið 1992, engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er óskað eftir þeim hér með.

Glasabörnin (2000)

Glasabörnin var skammlíft verkefni, sett hugsanlega saman fyrir eitt gigg í byrjun árs 2000, og var hljómsveit sem innihélt meðlimi úr sunnlenskum sveitaballagrúbbum eins og Skítamóral, Riff Reffhedd og 8-villt. Engar upplýsingar er þó að finna hverjir meðlimir hennar voru og er því auglýst eftir þeim hér.