Coma [3] (1992)

Hljómsveit starfaði á Stöðvarfirði árið 1992 undir nafninu Coma.

Svanur Vilbergsson var trommuleikari sveitarinnar og var lang yngstur meðlima hennar (ellefu ára) en aðrir meðlimir voru Rúnar Jónsson gítarleikari, Hjalti Kárason gítarleikari og Bjarni Kárason bassaleikari, þeir voru um fimm árum eldri.