Eitt orð
(Lag / texti: Egill Ólafsson)
Ef til er eitt orð í heiminum
sem segði það sem lýsti því
hvernig þú hrífur mig,
þá segði ég það nú.
Og þetta eina orð í heiminum
það bærist löngu leiðirnar
á milli húsanna, gegnum veggina – til þín.
Hamingjan er orðlaus fyrst í stað.
Þannig er nú, þannig er nú það.
Og hvernig gatan heima, himinninn,
öll ásýnd þorpsins breytti um lit
og gras í skónum ilmaði það vor.
Ef til er eitt í heiminum
sem segði það sem lýsti því
hvernig þú hrífur mig nær endalaust – eitt orð.
Hamingjan er orðlaus fyrst í stað.
Þannig er nú, þannig er nú það.
[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]














































