Hér, þar og alls staðar

Hér, þar og alls staðar
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Hún mamma vill mér vel,
þó verður mér ekki um sel
þegar hún fræðir mig
um hætturnar, hún hræðir mig.

Mér alveg bannar hún
að fara‘ út á Miklatún.
Þar séu hundingsspott
sem vilja gefa börnum gott.

Slordónar
eru þar
alls staðar,
sjúklingar,
skíthælar,
glæponar.

Þeir fara úr frökkunum
og sýna krökkunum
skítuga kroppinn sinn
og litla buxnakrypplinginn.

Slordónar
eru þar
alls staðar,
meinjakar,
pervertar,
flassarar.

Við sjáum alls staðar
mannverur allsberar.
Við gjóum augunum
á berar stelpur í laugunum,

í lækjunum,
sólböðum,
blöðunum,
ströndunum,
útlöndum,
myndböndum.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]