Hr. Reykjavík
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla)
Mikið ertu‘ í fínum jakka,
voða ertu‘ í flottum buxum,
rosa ertu‘ í fínum skóm.
Ú ú ú – Herra rara ra Reykjavík.
Ú ú ú – Herra Reykjavík.
Þrumu ertu‘ í smartri skyrtu,
skæsleg lærin, loðin bringa,
djöfull ertu‘ í grúví skýlu.
Ú ú ú – Herra rara ra Reykjavík.
Ú ú ú – Herra Reykjavík.
Ofsa hefurðu stóra vöðva,
hrokkinn koll og dimmblá augu,
æðislegur sjúddíralli,
dúndur ertu töff!
Ú ú ú – Herra rara ra Reykjavík.
Ú ú ú – Herra Reykjavík.
Ú ú ú – Herra rara ra Reykjavík.
Ú ú ú – Herra Reykjavík.
Ofsa ertu góður gæi – herra Reykjavík.
Ofsa ertu góður gæi – herra Reykjavík.
Ofsa ertu góður gæi – herra Reykjavík.
Ofsa ertu góður gæi – herra Reykjavík.
[á plötunni Stuðmenn – Tívolí]