Komdu með

Komdu með
(Lag / texti: Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson)
 
Eva er heima á Rifi,
Adam úti‘ á sjó.
Ormurinn er kominn,
af eplunum er nóg.

Kvöldið ber að dyrum
klukkan tifar ótt.
Á Eva að þurfa‘ að sofa
ein í nótt?

Komdu með – komdu með,
við viljum fá þig, komdu með.
Komdu með – komdu með,
vertu‘ ekki feimin,
aldrei óviss í anddyrinu,
komin með hálfan fótinn inn.

Hvers á sá að gjalda
sem kemst ei rass frá spönn
og eilíflega býr við
eintóm boð og bönn?

Hræðumst ekki fjallið,
höldum upp á það,
troddu þér í skóna
og tiplaðu af stað.

Komdu með – komdu með,
við viljum fá þig, komdu með.
Komdu með – komdu með,
vertu‘ ekki feimin,
aldrei óviss í anddyrinu,
komin með hálfan fótinn inn.

sóló

Komdu með – komdu með,
við viljum fá þig, komdu með.
Komdu með – komdu með,
vertu‘ ekki feimin,
aldrei óviss í anddyrinu,
komin með hálfan fótinn inn.
Komdu með – komdu með,
við viljum fá þig, komdu með.
Komdu með – komdu með,
vertu‘ ekki feimin,
aldrei óviss í anddyrinu,
komin með hálfan fótinn inn.
aldrei óviss í anddyrinu, óviss í anddyrinu, óviss í anddyrinu,
komin með hálfan fótinn minn.

[af plötunni Stuðmenn – Tvöfalda bítið]