Sér um sig

Sér um sig
(Lag / texti Magnús Thorlacius)

Þú gerir mig vitlausan og hverfur síðan frá mér.
Vofa sem ég sé um nótt, endrum og eins yfir árin.

Ég fann þig loksins aftur.
En þú rannst mér úr greipum og hvarfst mér úr sýn.
Reikar þinn hugur stundum til mín
þegar þú ert ein
og stjörnurnar kalla á þig?
Hver fer sína leið og sér um sig.

Þú gerir mig vitlausan og hverfur síðan frá mér.
Vofa sem ég sé um nótt, endrum og eins yfir árin.
Ég fraus þegar færi gafst og týndi mínu hjarta.
Brá mér frá í andartak, svo flugu burt stundir bjartar.

Ég brann út á tíma
og drap í þeim glóðum sem þú kveiktir í.
Reikar þinn hugur stundum til mín
þegar þú ert ein
og stjörnurnar kalla á þig?
Hver fer sína leið og sér um sig.

[af plötunni Myrkvi – Reflections]