Við erum búnir að meika það
(Lag / texti: Stuðmenn)
Nú ætlum við að hverfa á brott
af fósturlandsins moldu.
Staffírugir strákarnir halda út í heim.
Heim, ég meina út í heim.
Heim, ég meina út í heim.
Að baki eru mögru árin,
framundan þau feitu.
Fimmtán ára púl og puð
nú ríkan ávöxt ber.
Við erum búnir að meika það
– meika það.
Við stigum út úr rellunni
og sólin skein í heiði,
dönsku fjöllin brostu við
og Himmelbjerget hæst.
Gamlir grikkir gleymast fljótt
í baunakóngsins ríki,
Stinni var úr heimi hallur
en hresstist fyrir rest.
Því við erum búnir að meika það
– meika það.
Undskyld, kan du sige mig
hvorhen er Rådhuspladsen?
Vi har ingen Rådhusplads
men der er Karl Johan.
Ti billetter til København,
elefant og smørbrød,
frægðin hefur ýmislegt flott í för með sér
því við erum búnir að meika það,
– meika það.
[af plötunni Stuðmenn – Astralterta: Með allt á hreinu]