Afmælisbörn 3. júní 2021

Franz Mixa

Eitt afmælisbarn úr íslenskri tónlistarsögu er á skrá Glatkistunnar í dag:

Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum í kringum Alþingishátíðina 1930 en bjó hér svo og starfaði áfram, kom að stofnun Tónlistarskólanum í Reykjavík, starfaði sem undirleikari, við kennslu og hljómsveitastjórnun, lék inn á nokkrar plötur og sitthvað meira, og varð öðrum erlendum tónlistarmönnum hvatning til að koma hingað til starfa.

Vissir þú að Melarokks-tónleikarnir sem haldnir voru síðsumars 1982 voru haldnir á Melavellinum þar sem nú stendur Hús íslenskra fræða?